Af-liðir og ópersónulega háttarsagnagerðin

janúar 11, 2013

Takið eftir því sem ég hef feitletrað hér að neðan úr umfjöllun frá 10. janúar 2013 um viðtal í Fréttatímanum (af-liðurinn er ekki fenginn úr viðtalinu, sbr. http://www.frettatiminn.is/daegurmal/thad_a_ad_knesetja_mig/):

„Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir umræðuna um sig hafa verið afar óvægna og segist fá það á tilfinninguna að það eigi að knésetja hana, jafnvel af aðilum innan úr eigin flokki.“
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/01/10/vigdis-segist-hafa-fengid-liflatshotanir-min-tilfinning-er-su-ad-thad-eigi-ad-knesetja-mig/

Feitletraða setningin er mjög athyglisverð þótt hún láti lítið yfir sér. Hér er svokallaður af-liður, af aðilum, sem vísar til geranda — aðilarnir munu ætla sér að knésetja hana — en langoftast eru þeir notaðir í þolmyndarsetningum. Hér er hins vegar engin þolmynd á borð við Hún var knésett af aðilum úr eigin flokki. Aftur á móti er hér háttarsögn, eiga, sem hefur ekkert sýnilegt frumlag (það er gervifrumlag, ekki „alvöru“ frumlag) en tekur með sér andlag í þolfalli — þetta er ópersónulega háttarsagnagerðin svokallaða, sjá nánar um hana hjá t.d. Halldóri Ármanni Sigurðssyni og Egerland (2009). Um samspil af-liða og háttarsagnagerðar þessarar og tengsl við nýju þolmyndina má hins vegar lesa í MA-ritgerð minni. Það þyrfti þó að rannsaka þetta mun ítarlegar af málfræðingum 🙂

Til gamans læt ég fylgja annað dæmi um af-lið með ópersónulegu háttarsagnagerðínni (skrifað 28. ágúst 2012). Hér er háttarsögnin mega (feitletrunin er mín):

„10. regla: Lunch Beat má setja upp hvar sem er af hverjum sem er svo framarlega sem það er auglýst opið öllum, er ekki notað til fjáröflunar og þessum reglum er fylgt.“
http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4184?Evid=2421&locationid

Auglýsingar

i- og u-hljóðvarp (bjóst ekki við því að ég myndi nokkurn tímann skrifa stakt orð um þetta)

október 23, 2012

ÁG er orðinn nokkuð góður í dýrahljóðum og veit t.d. hvað lambið og kötturinn segja. Hann veit líka hvað lömbin (u-hljóðvarp) segja en hefur ekki hugmynd um hvað kettirnir (i-hljóðvarp) segja …

FarPaHC 0.1. 53,000 words of syntactically parsed (hand-corrected) Faroese

ágúst 3, 2012

We are very pleased to announce that version 0.1 of the Faroese Parsed Historical Corpus is now available for free download.

The corpus can be downloaded from:
http://linguist.is/farpahc/

The FarPaHC corpus is a treebank of 53,000 words, annotated for full phrase structure parse, and hand-corrected, using the annotation scheme of IcePaHC, the Icelandic Parsed Historical Corpus, which is an adaptation of the annotation scheme used by the Penn Treebank and the Penn parsed corpora of historical English (http://www.ling.upenn.edu/hist-corpora/).

The corpus contains three texts from the New Testament:
– Gospel of Matthew 1:1-13:58, 11597 word sample (1823)
– Acts 1:1-17:34, 17732 word sample (1928)
– Gospel of John, exhaustive 23872 word sample (1936)
– Information about editions is included with the corpus
– The entire parse and pos-tagging for every sentence has been *hand-corrected*
– LGPL license: You are free to copy, modify and redistribute the corpus for research and/or profit with appropriate citation.

A plain text version and a POS-tagged version are also included in the download along with philological information.

Further information on the annotation guidelines and project organization can be found on the FarPaHC website and on the IcePaHC website:
http://linguist.is/farpahc/
http://linguist.is/icelandic_treebank/

The project is funded by the Institute of Linguistics at the University of Iceland and the University of Iceland Research Fund.

Anton Karl Ingason
Eiríkur Rögnvaldsson
Einar Freyr Sigurðsson
Joel C. Wallenberg

Bangsímon og orðasafnið

desember 31, 2011

Við Árni Gunnar, sonur minn, höfum verið að lesa saman nokkrar síður á dag í Bangsímonbókinni Húsinu á Bangsahorni eftir A.A. Milne í góðri þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar frá árinu 2009 en ÁG fékk bókina í jólagjöf. Í gær lásum við um lítið orðasafn, eða e.t.v. öllu heldur lítið minni, Bangsímons (bls. 43-44):

„„Hann segir þetta aftur,“ sagði Bangsímon, „og ég held áfram að raula. Og það kemur honum í uppnám. Því að þegar maður segir „Ho-!“ tvisvar í röð og hlakkandi og hinn bara raular þá finnur maður allt í einu, þegar maður ætlar að fara að segja það í þriðja sinn að — að — sko maður finnur –“

„Hvað?“

„Það það er það ekki,“ sagði Bangsímon.

„Ekki hvað?“

Bangsímon vissi hvað hann meinti en af því að hann hafði svo ósköp lítinn heila mundi hann ekki eftir neinum orðum.“

Mér er ekki alveg ljóst af hverju Bangsímon á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð, þ.e. ég veit ekki hvort hann býr yfir þeim orðaforða sem hann þarf til að tjá hugsanir sínar eða hvort hann einfaldlega man þau ekki í svipinn (hann man þau þá kannski síðar). Þetta er að minnsta kosti mjög áhugavert; þrátt fyriri lítinn heila er ekkert að setningafræðinni (syntaxinum), beygingum og orðmyndunum (morfólógíu) eða hljóð(kerfis)fræðinni heldur þarf hann eingöngu stærri heila fyrir sjálf orðin.

(Hér má svo benda á annað athyglisvert í textanum að ofan en það er notkun Bangsímons á óákveðna fornafninu maður. Bangsímon myndi ekki tala um sjálfan sig sem mann (sem sagt manneskju) en getur engu að síður notað fornafnið maður til að vísa til sjálfs sín. Ef hann vill svo gera uppreisn getur hann búið til ópersónulega fornafnið bangsi, rétt eins og ýmsar konur nota ópersónulega fornafnið kona.)

Hikorð eru … hérna … prýðileg!

maí 22, 2011

Nýleg rannsókn á hikorðum í ensku, t.d. uhum og er, leiðir í ljós að þau gagnast börnum á máltökuskeiði. Fullorðnir nota hikorðin gjarnan þegar þeir eiga erfitt með að finna rétta orðið yfir það sem þeir ætla að lýsa. Þannig fá börn skilaboð um að þau eigi að veita orðinu eða orðunum eftirtekt. Auðvitað gætu hikorð gagnast börnum á annan hátt, eins og Hlíf benti mér á, því að maður notar oft hikorð áður en maður hættir við setninguna sem maður er byrjaður að mynda.

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1467-7687.2011.01049.x/abstract

http://www.newscientist.com/article/mg21028095.800-baby-brain-expert-ums-and-ers-help-children-learn.html

Stórskemmtileg rannsókn … á krákum!

maí 9, 2011

Af hverju eru málfræðingar heillaðir af íslensku?

apríl 2, 2011

Fimm mínútna málfræðingurinn svarar því (á ensku).

Ótæk setning dagsins 8

janúar 20, 2011

*Jón er oft farinn til Boston.

Jóhannes Gísli Jónsson. 1992. The Two Perfects of Icelandic. Íslenskt mál 14:129-145. Dæmi (26b), bls. 143.

Ótæk setning dagsins 7

janúar 15, 2011

(?) Það var gefið peningana Stefáni

Setningin miðast við þá sem hafa nýju þolmyndina í sínu máli, þ.e. hún ætti að vera frekar slæm að mati NÞ-málhafa.

Helgi Skúli Kjartansson. 1991. Nýstárleg þolmynd í barnamáli. Skíma 14(1):18-22. Dæmi 8, bls. 18.

Ótæk setning dagsins 6

janúar 12, 2011

Það var gripinn einhver nemandi (?*af kennaranum).

Höskuldur Þráinsson. 2007. The Syntax of Icelandic. Cambridge University Press, Cambridge. Dæmi (5.61a), bls. 272.